Snjallposi DalPay
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN

Til hamingju með snjallposann

Áður en þú byrjar að nota Snjallposann er nauðsynlegt að ganga í gegnum stutt uppsetningarferli.
Vinsamlegast farðu eftir leiðbeiningunum hér að neðan.

Við mælum með því að þú prófir Snjallposann þinn áður en þú tekur við fyrstu greiðslu frá viðskiptavini.

 • › Snjalltæki – Samheiti fyrir spjaldtölvu og snjallsíma.
 • › 3G/4G – Þráðlaust gagna-flutningskerfi fyrir snjalltæki.
 • › iOS 9.0+ (iPhone 4S og nýrri) – Stýrikerfi sem gefið er út af Apple og er það á öllum snjalltækjum frá Apple (iPad, iPhone og iPod).
 • › Android 4.4+ – Stýrikerfi sem er að finna á mörgum snjalltækjum t.d. Samsung, HTC, LG og Sony.

Athugið, aðeins þau snjalltæki sem talin eru upp hér fyrir ofan og hafa TLS 1.1 öryggiskerfi virka með snjallposanum. Enn betra er ef snjalltækin hafa TLS 1.2 öryggiskerfi.

Uppsetning

Að sækja DalPay appið

Fyrsta skrefið til að nota Snjallposann er að sækja Snjallposa appið og setja það upp í símanum þínum. Þú sækir það á Play Store eða App Store í snjalltækinu þínu.

Það dugar að leita eftir "DalPay mPOS" og þá ætti appið okkar að vera efst á lista. Þegar þú hefur sótt appið er um að gera að opna það og skoða eiginleika þess.

Ef þú ert ekki notandi af Play Store eða App Store verður þú að gerast notandi til að geta sótt Snjallposa appið.

App er stytting á enska orðinu Application sem þýðir forrit. App er smáforrit sem hægt er að hlaða niður og nota á snjalltækjum.

Play Store er gagnaveita sem er rekin af Google. Á Play store getur þú nálgast öll öpp sem fáanleg eru fyrir Android snjallsíma.

App Store er gagnaveita líkt og Play Store. Hér getur þú nálgast öll öpp sem eru í boði fyrir Apple snjalltæki.

Innskráning

Í fyrsta skipti sem þú opnar appið þarftu búa til fjögurra stafa lykilorð sem þú notar til að skrá þig inn í appið í hvert skipti sem það er notað. Sláðu inn það lykilorð sem þú vilt nota og staðfestu það. Hægt er að breyta þessu lykilorði seinna. Það er gert í stillingum í Snjallposa appinu.

Ef þú þarft að opna önnur forrit á meðan Snjallposa appið er notað er hægt að smella á "home" takka snjalltækisins og fara út úr forritinu án þess að útskrá þig. Með því móti kemstu hjá því að stimpla inn lykilorðið þitt í hvert skipti sem þú opnar Snjallposa appið. Mikilvægt er þó að skrá sig út úr appinu að notkun lokinni.

Gleymt lykilorð

Ef lykilorð gleymist er hægt að skrá nýtt lykilorð með að velja "gleymt lykilorð".

ATH - Allar upplýsingar um greiðslur og stillingar munu þurrkast út úr forritinu ef nýtt lykilorð er skráð.

Snjallposa appið

Snjallposa appið skiptist í þrjár megin síður; greiðslusíðu, valmynd og greiðslusögu. Farið er á milli síðna með því að strjúka yfir skjáinn til vinstri eða hægri.

Snjallposa appið 001
Snjallposa appið 001
Snjallposa appið 001

Virkja dulkennið

Dulkenni er auðkenni sem virkjar tenginguna milli Snjallposans og kerfa DalPay. Án dulkennis er ekki hægt að framkvæma greiðslur. Dulkennið verður að virkja áður en posinn er tekinn í notkun. Þú færð dulkennið sent með tölvupósti frá DalPay.

Áður en hafist er handa verður að ganga úr skugga um að slökkt sé á Snjallposa appinu og það sé ekki keyrt í bakgrunni tækisins. Nauðsynlegt er að nota tölvupóstforrit til að opna viðhengið en ekki er hægt að opna það í gegnum tölvupóst í vafra. Best er að nota Gmail á Android tækjum og Mail á iOS tækjum.

Að virkja dulkennið á Android snjalltæki:

 • 1. Þú opnar tölvupóstinn í snjalltækinu þínu (helst með gmail), smellir á viðhengið og velur svo Snjallposa appið til að opna skrána.
 • 2. Appið spyr: "do you want to activate your application?" (í. viltu virkja forritið?) og þú samþykkir það með því að velja "ok".
 • 3. Skráðu þig svo inn með fjögurra stafa lykilorðinu þínu. Nú hefur dulkennið verið virkjað.

Að virkja dulkennið á iOS snjalltæki:

 • 1. Þú opnar tölvupóstinn í snjalltækinu þínu (með Mail), heldur niðri takkanum á viðhenginu og velur svo Snjallposa appið til að opna skrána.
 • 2. Appið segir: "Shared Secret saved" (í. dulkenni vistað) og þú samþykkir með því að velja "ok".
 • 3. Skráðu þig svo inn með fjögurra stafa lykilorðinu þínu. Nú hefur dulkennið verið virkjað.

Að virkja dulkennið með QR kóða:

 • 1. Þú opnar "Shared Secret key" eða "Shared Secret Lykill" möguleikann í appinu.
 • 2. Þar velur þú að "skanna QR kóða" og þá opnast myndavél símans.
 • 3. Beinið myndavélinni að QR kóðanum og þá birtist talnarunan í reitnum. Ýttu á "vista" og þá hefur dulkennið verið virkjað. Gæta þarf að því að "ss=" sé fyrir framan talnarununa.

Að nota fleiri en eitt snjalltæki með Snjallposanum

Hægt er að nota Snjallposann með fleiri en einu snjalltæki. Til að nota Snjallposann þinn með öðru tæki sendir þú dulkennið með tölvupósti í viðkomandi tæki, eða notar QR kóða og ferð eftir skrefunum hér að ofan. Snjallposinn getur aðeins verið tengdur einu snjalltæki í einu.

Tengja tækin

Næsta skref er að tengja saman Snjallposann og snjalltækið þitt.

Að tengja Snjallposann við Android snjalltæki:

 • 1. Farðu til hægri inn í valmyndina
 • 2. Veldu "Tengja tæki"
 • 3. Hakaðu við "Bluetooth" (í. Blátönn)
 • 4. Veldu "Bluetooth settings" (í. Blátannarstillingar)
 • 5. Veldu "Leita eftir tækjum"
 • 6. Veldu snjalltækið þitt af listanum - Nú tengjast tækin. Í fyrsta skipti sem þau tengjast spyr síminn hvort þú viljir para saman tækin, veldu já.

Að tengja Snjallposann við Apple snjalltæki:

 • 1. Farðu til hægri inn í valmyndina
 • 2. Veldu "Connect" (í. tengja)
 • 3. Veldu "Discover" (í. finna)
 • 4. Veldu Snjallposann þinn af listanum
 • 5. Veldu "PinPad" (í. Snjallposann) á listanum sem birtist fyrir aftan

Nú eru tækin þín pöruð saman og tengjast þau sjálfkrafa þegar kveikt er á DalPay appinu. Ef tækin tengjast ekki sjálfkrafa þegar kveikt er á DalPay appinu þá reynir þú einfaldlega að gera greiðslu og tækin tengjast þá.


Hvernig sé ég hvort tækin eru tengd saman?

Android - Ef lítið blátt pos merki logar uppi í vinstra horni snjalltækisins þíns er posinn tengdur. Einnig má sjá lítið e. bluetooth merki birtast á skjá Snjallposans.

Apple – Sægrænn borði birtist við efri mörk skjásins (á símanum) og stendur á honum "Connected!" (í. tengd). Einnig má sjá lítið e. bluetooth merki birtast á skjá Snjallposans.

Sjálfvirk uppfærsla

Í fyrsta skipti sem greiðsla er gerð með Snjallposanum fer hann í sjálfvirkt uppsetningarferli.

Aðeins þarf að fara í gegnum ferlið einu sinni í upphafi notkunar.

 • 1. Stimplaðu inn hvaða upphæð sem er og veldu "greiða".
 • 2. Nú fer Snjallposinn í gegnum sjálfvirkt uppsetningarferli. Hann mun sýna ýmis skilaboð, bæði á skjá posans og snjalltækisins. Slökkna mun á posanum í miðju ferli og mun síminn segja "device not initialized". Ekki örvænta því kortalesarinn mun kveikja á sér aftur og klára ferlið.
 • 3. Ferlinu er lokið þegar "Stillingar uppfærðar af DalPay" stendur á skjá posans. Tengingin milli tækjanna mun rofna þegar uppfærslunni er lokið. Tækin tengjast aftur sjálfkrafa þegar reynt er að framkvæma greiðslu.

ATH – Það getur gerst að tenging tækjanna rofni í miðju uppsetningarferlinu. Ef það gerist er einfaldlega gerð önnur færsla og þá mun uppsetningarferlið hefjast að nýju.

Snjallposinn

Snjallposinn er einfaldur og þægilegur í notkun.
Hér eru útskýringar á helstu eiginleikum tækisins.

 1. ON/OFF – Slökkva/kveikja á tækinu.
 2. OK – Staðfestir PINN. Krafist er PINN númers fyrir öll kort útgefin á Íslandi en sum erlend kort krefjast ekki PINN innsláttar. Í þeim tilvikum breytist skjárinn í skrifbretti og þá er hægt að skrifa undir.
 3. C – Hætta við greiðslu
 4. Hnappaborð – Stimplaðu inn PINN með þessum hnöppum.
 5. F3 – Strokar út PINN
 6. F1 & F2 – Notaðir til að ferðast um valmynd Snjallposans. Sú valmynd er ekki aðgengileg almennum notendum.
 7. Skjár – Einfaldlega skjár, lítið annað að segja um hann.
 8. Blátannarljós – Lýsir þegar tenging er virk.

Þínar stillingar

Þú getur breytt ýmsum stillingum í Snjallposa appinu eftir þörfum þínum. Eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig á að breyta stillingum. Til þess að breyta stillingum er farið inn í valmyndina og síðan stillingar.


Rekstrarstillingar

Mynt – Nauðsynlegt er að breyta mynt yfir í íslenskar krónur til að taka við greiðslum.

Leita að uppfærslu fyrir posa – Hægt er að leita eftir uppfærslu fyrir Snjallposann sjálfan. Þegar DalPay gefur út uppfærslu á hugbúnaði posans mun hann uppfæra sig sjálfur. Þessi valmöguleiki er til staðar ef posinn sækir ekki uppfærslu sjálfur.


Stillingar seljanda

Seljandi – Hér er hægt að breyta því nafni sem birtist á kvittunum. Þessi texti kemur þó einungis fram í Snjallposa appinu og ekki á kvittuninni sem er send til viðskiptavinar. Ef þú vilt breyta þeim texta sem kemur fram á kvittun til viðskiptavinar er nauðsynlegt að hafa samband við þjónustuver DalPay.

Netfang söluaðila – Hægt er að fá allar kvittanir sendar sjálfkrafa á tölvupóst. Við mælum með að það sé gert til að auðvelda yfirsýn yfir allar greiðslur sem eru gerðar með snjallposanum.

Stillingar póstþjóns – Snjallposa appið er frumstillt fyrir notkun Gmail netfangs. Ef þú notar annan tölvupóst en Gmail verður að stilla það til að senda á réttan póstþjón.


Öryggi

Lykilorð – Hér getur þú breytt lykilorðinu sem þú notar til að skrá þig inn í appið.

Læsingartími – Hér getur þú still þann tíma sem líður áður en appið læsist sjálfkrafa ef það er ekki í notkun.

Notkun snjallposans

Að taka við greiðslum

Að taka við greiðslum með Snjallposanum er auðvelt:

 • 1. Stimplaðu inn upphæðina
 • 2. Veldu “Greiða”
 • 3. Viðskiptavinur setur kortið í Snjallposann og stimplar inn PINN númerið sitt og smellir á OK.
 • 4. Greiðslan fer nú í gegn.

Í símanum birtist svo kvittunin fyrir greiðslunni en hana er hægt að senda með tölvupósti eða SMS í appinu (leiðbeiningar eru hér að neðan).


Að senda kvittanir

Þegar greiðsla hefur verið gerð opnast kvittunin sjálfkrafa. Ef viðskiptavinur óskar þess að fá kvittun senda er hann beðinn annað hvort um tölvupóstfang eða símanúmer. Netfangið eða símanúmerið er skráð í viðeigandi reit í forritinu og smellt er á örina til hægri.

Ef tölvupóstur er valinn verður að velja það tölvupóstforrit sem nota á til að senda kvittunina og síðan er smellt á send.

Ef símanúmer er valið þá opnast SMS glugginn og smellt er á send.

Notkun snjallposans 001
 

Að endurgreiða

Auðvelt er að endurgreiða með Snjallposanum ef um kreditkort er að ræða. Athugið að til að endurgreiða er nauðsynlegt að hafa greiðslukort til staðar.

 • 1. Farðu inn í Greiðslusögu
 • 2. Veldu greiðslu sem á að endurgreiða
 • 3. Smelltu á hnapp merktan "Endurgreiða"
 • 4. Viðskiptavinur sem á að fá endurgreitt setur því næst greiðslukortið í kortalesara og slær inn PINN númer og "OK"

Til að taka við greiðslu ferðu svo aftur í valmyndina og velur "Greiða"


Að bakfæra færslu

Hægt er að bakfæra stakar færslur í heild sinni. Til að bakfæra færslu er viðkomandi færsla valin í greiðslusögunni og smellt er á "bakfæra". Ekki er nauðsynlegt að hafa kort til staðar til að bakfæra færslu.

Þjónustuhamur

Þegar upp koma bilanir eða villur í forritinu eða Snjallposanum er best að hafa samband við þjónustuver DalPay. Nytsamlegt getur verið að virkja þjónustuham forritsins en þá skráir appið alla virkni forritsins. Þessi skrá er síðan send til þjónustuvers DalPay en hún auðveldar tæknimönnum okkar að greina villur eða bilanir.


Að virkja þjónustuham

 1. Farðu inn í valmyndina
 2. Veldu stillingar
 3. Hakaðu við þjónustuhamur. Nú safnar appið upplýsingum fyrir þjónustuver meðan verið er að nota appið.
 4. Framkvæmdu þá aðgerð sem veldur villunni eða biluninni.
 5. Farðu aftur inn í stillingar og veldu "Hafa samband við þjónustuver"
 6. Veldu það tölvupóstforrit